Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, er goðsögn í íslenskum fótbolta. Hann átti glæsilegan atvinnumannaferil sem leikmaður, var einn af albestu landsliðsmönnum sem við höfum átt og hefur svo verið afar sigursæll þjálfari eftir að leikmannaferlinum lauk.
Rúnar og leikmenn meistaraflokks karla verða klárir í slaginn á laugardaginn þegar KA kemur í heimsókn í dal draumanna. Leikurinn er til styrktar Ljósinu og hafa leikmannahópar beggja liða tekið ákvörðun um að greiða fullt miðaverð inn á völlinn og hvetja alla sem geta til að kaupa miða og mæta á leikinn.
Leikmenn Fram munu klæðast sérhönnuðum treyjum í leiknum og mun allur ágóði af treyju- og miðasölu renna til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Við tökum undir með Rúnari og viljum sjá fulla stúku á laugardaginn. Stuðningsmenn félagsins hafa verið stórkostlegir í sumar og nú viljum við klára tímabilið með alvöru stæl. Höldum alvöru fótboltaveislu og styrkjum gott málefni.
Hægt er að kaupa miða á leikinn og/eða styrkja Ljósið hér: https://stubb.is/events/oqN13b
Treyjuna er hægt að versla í Framheimilinu eða í vefverslun Errea: https://shop.errea.is/ljosid