Jólamót Fram og KIA verður haldið í Egilshöll laugardaginn 23. nóvember.
Um er að ræða mót í 6.flokki drengja og stúlkna þar sem um fjölmargir iðkendur úr félögum víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu mæta til leiks í mikilli jólagleði.
Liðsmyndataka verður fyrir öll lið og allir þáttakendur fá gjöf frá KIA.
Ekkert af þessu væri hægt án stuðnings KIA sem er aðal styrktaraðili mótsins og gerir okkur kleift að bjóða upp á alvöru jóla- og fótboltastuð.
Við hvetjum foreldra til að vera duglegir að pósta myndum og vídjóum frá mótinu á samfélagsmiðla og muna að tagga fram_knattspyrna.
Sjáumst í Egilshöll!