Við kynnum með ánægju viðbót í leikmannahóp meistaraflokks karla!
Kristófer Konráðsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið og kemur á frjálsri sölu frá Grindavík.
Kristófer er 26 ára sóknarsinnaður leikmaður og á 135 leiki í meistaraflokki að baki, einnig hefur hann þrisvar sinnum leikið fyrir U21 landslið Íslands. Við hlökkum til að fylgjast með Kristófer og bjóðið hann hjartanlega velkominn Framarar!