Þar höfum við það! Feykiöflug viðbót í meistaraflokk karla. Vuk Oskar Dimitrijevic hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fram.
Vuk er fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður sem kemur til okkar frá FH. Á sínum ferli hefur hann leikið 180 leiki og skorað 37 mörk, ásamt að hafa verið fulltrúi Íslands í 10 skipti sem unglingalandsliðsmaður.
Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við leikmanninn og er tilhlökkunin mikil að sjá hann í fyrsta sinn í fallegu bláu treyjunni. Tökum vel á móti honum, velkominn Vuk!