Halla Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við Fram og spilar því með liðinu út tímabilið 2026.
Halla er 24 ára miðvörður sem er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en hefur undanfarin ár spilað með FH. Halla er virkilega öflugur varnarmaður, les leikinn vel, sterk og góð í fótbolta. Hún er okkur Framörum auðvitað að góðu kunn, þar sem hún spilaði með liðinu í 2.deild kvenna sumarið 2021 sem lánsmaður frá FH. Hún stóð sig frábærlega með liðinu þá og var á endanum valin í lið tímabilsins í 2.deild.
Halla er sem stendur í námi í Florida Tech háskólanum í Bandaríkjunum en mætir í vor til liðs við hópinn. Við hlökkum mikið til að fá hana og fögnum því verulega að fá hana aftur í bláu treyjuna.
Velkomin Halla!