Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon landsliðsþjálfarar Íslands U-21 karla hafa valið leikmannahóp sem kemur til greina vegna þátttöku á æfingamóti sem fram fer í Frakklandi dagana 12.-16.mars. 16 leikmenn verða valdir til þátttöku en liðið mun ferðast til Parísar 12.mars. Íslenska liðið mun mæta Spánverjum í æfingaleik þann 13.mars og svo annað hvort Frakklandi eða Ungverjalandi þann 15.mars.
Þeir sem voru valdir frá Fram að þessu sinni eru:
Breki Hrafn Árnason Fram
Eiður Rafn Valsson Fram
Reynir Þór Stefánsson Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM