fbpx
Simon Tibbling

Simon Tibbling semur við Fram!

Knattspyrnudeild Fram tilkynnir með mikilli ánægju að Simon Tibbling hefur gengið til liðs við félagið.

Simon hefur spilað með stórum klúbbum erlendis og má þar á meðal nefna Djurgarden, Brondby og FC Groningen. Simon var hluti af U21 liði Svíþjóðar sem var Evrópumeistari árið 2015 og á hann einn A-landsleik fyrir Svíþjóð.

Honum hefur gengið vel  að aðlagast hópnum og tók þátt í æfingaferð liðsins á Spáni. Simon kemur til Fram með metnað og ástríðu til að lyfta liðinu á næsta stig og mun leggja sitt af mörkum til að ná enn frekari árangri.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!