Knattspyrnudeild Fram tilkynnir með mikilli ánægju að Simon Tibbling hefur gengið til liðs við félagið.
Simon hefur spilað með stórum klúbbum erlendis og má þar á meðal nefna Djurgarden, Brondby og FC Groningen. Simon var hluti af U21 liði Svíþjóðar sem var Evrópumeistari árið 2015 og á hann einn A-landsleik fyrir Svíþjóð.
Honum hefur gengið vel að aðlagast hópnum og tók þátt í æfingaferð liðsins á Spáni. Simon kemur til Fram með metnað og ástríðu til að lyfta liðinu á næsta stig og mun leggja sitt af mörkum til að ná enn frekari árangri.