Árið 2013 var Frömurum ógleymanlegt. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft hjá bæði kvenna- og karlaliðinu í handbolta og í knattspyrnunni vannst bikarmeistaratitill eftir magnaðan úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Kvennalið Fram í handknattleik hefur lengi verið ein helsta skrautfjöður félagsins, en þó þurfti að fara aftur til ársins 1990 eftir síðasta Íslandsmeistaratitli kvenna. Það var því langþráð stund þegar Framstelpurnar sigruðu Stjörnuna í oddaleik í úrslitaeinvíginu.
Sigur karlaliðsins kom mörgum á óvart. Fram tefldi fram talsvert breyttum hópi frá árinu áður, sem óx við hverja raun og sigraði að lokum Hauka í fjórða leik einvígisins á heimavelli sínum í Safamýri.
Í bikarkeppninni í fótbolta mættu Framarar fjórum úrvalsdeildarliðum og tókst að kveða niður gamla drauga í úrslitaleiknum með því að sigra Garðbæinga í vítaspyrnukeppni.
Sigurárinu mikla er gert góð skil á þessum mynddiski sem er sneisafullur af efni sem minnir stuðningsmenn Fram og annað íþróttaáhugafólk á þessa glæstu titla.
Stefán Pálsson
http://www.youtube.com/watch?v=kRRi22fs4-8
Diskurinn er kominn í sölu og hægt að kaupa gripinn í íþróttahúsi FRAM Safamýri 26 og FRAMhúsinu í Úlfarsárdal Úlfarsbraut 126. Diskurinn kostar kr. 2500.- en þeir sem pöntuðu í forsölu fá diskinn á umsömdu verði kr. 2013.-
Höfundar þessa glæsilega disks eru þeir Stefán Drengsson og Stefán Pálsson.
ÁFRAM FRAM