Strákarnir okkar gerðu vel í kvöld þegar þeir unnu sannfærandi sigur á FH 25 -23. Þar með er fyrsti sigur á heimavelli staðreynd á nýju ári, liðið enn taplaust á heimavelli í vetur, geri aðrir betur.
Leikurinn í kvöld var skemmtilegur handboltaleikur þar sem tvo flott lið áttust við, FH hafði yfirhöndina að mestu í fyrrihálfleik og þá helst fyrir klaufaleg misstök okkar þar sem við færðum þeim auðveld hraðaupphlaup nánast á silfurfati ásamt því að fara illa með góð tækifæri. Við áttu t.d möguleika á því að jafna leikinn í lokasókn fyrrihálfleiks en í stað þess var staðan 10-12 í hálfleik. Þetta sýndi að með agaðri leik þá voru möguleikarnir góðir í þeim seinni.
Það var raunin því eftir jafna byrjun þá tóku okkar leikmenn völdin á vellinum og sigu jafnt og þétt framúr og unnu að lokum sannfærandi sigur 25-23. Liðið var allt að spila vel Stephen mjög góður í markinu, vörnin góð og gaman að sjá Arnar Frey í vörninn að þessu sinni, drengurinn enn í 3.fl.
Sóknin var að mestu góð en þó of mörg misstök sem oft kostu mörk tilbaka en misstökin voru færri þegar leið á leikinn og það gerði gæfu muninn. Mjög flottur leikur hjá okkar mönnum og allir að leggja allt sem þeir áttu í leikinn að vanda. Flott að fá Þorra aftur á fjalirnar sem eykur breyddina og drengirnir bara drullu flottir í kvöld.
Fullt af flottum myndum úr leiknum á http://frammyndir.123.is/
Glæslegt drengir !