fbpx
O

Leikmannakynning – Ósvald Jarl Traustason

ONafn: Ósvald Jarl Traustason.
Aldur: 18 ára.

Starf/nám: Stunda nám við Verzlunarskóla Íslands.
Hjúskaparstaða: Ég er einhleypur eins og staðan er í dag!
Uppeldisfélag: Breiðablik.
Einnig leikið með: Var á láni hjá Leikni Reykjavík seinni hluta sumars 2013.
Af hverju FRAM: Einfaldlega vegna þess að mér fannst þetta vera rétt skref á knattspyrnuferli mínum. Fram á sér líka ríka sögu og spilaði það eitthvað inn í ákvörðun mína.  Svo er auðvitað frábært fólk sem starfar í kringum liðið.
Titlar: Var hluti af hinum víðfræga ’95 árgangi hjá Breiðablik sem vann næstum því allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Aftur á móti í meistaraflokki var ég svo heppinn að vinna Lengjubikarinn, einnig með Breiðablik, á síðasta ári.
Landsleikir: 13 landsleikir með U17 og 10 leikir með U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Ég er alveg tómur.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: ASAP Rocky og Drake.
Besta platan: Bad Blood eða My Beautiful Dark Twisted Fantasy.
Besta bókin: Les ekki nema ég þurfi þess og þá eru það yfirleitt skólabækur.
Besta bíómyndin: Law Abiding Citizen eða The Departed.
Fyrirmynd í lífinu: Ætli það séu ekki bara foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Að fara til Bandaríkjanna klikkar seint en skemmtilegasta land sem ég hef komið til er ábyggilega Ísrael.
Uppáhaldsmatur: Indverskur kjúklingur er í miklu uppáhaldi.
Furðulegasti matur: Hef ekki hugmynd.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ég hlusta alltaf á sama lagið rétt áður en ég mæti í leiki.
Undirbúningur fyrir leiki: Ég vakna snemma og fæ mér morgunmat. Síðan hendi ég stundum bíómynd í tækið og slaka á þannig. Svo legg ég mig yfirleitt eftir það og borða svo vel ca. 150 mín fyrir leik.
Kóngurinn í klefanum: Haukur Baldvinsson, þvílíkur maður sem það er.
Fyndni gaurinn í klefanum: King Gummi Steinn þegar hann biður mig um að loka king glugganum fyrir king liðið! KING!
Uppáhaldslið utan Íslands: Arsenal og Real Madrid.
Hver vinnur HM 2014: Ég vona að Frakkland vinni HM en innst inni held ég að Þjóðverjarnir taki þetta!
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Kristinn Jónsson og Philipp Lahm.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem mest, verja bikarinn, bæta árangur Fram í Pepsí á seinustu leiktíð og ná lengra en Breiðablik og FH í Evrópukeppninni!

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!