Nafn: Ósvald Jarl Traustason.
Aldur: 18 ára.
Starf/nám: Stunda nám við Verzlunarskóla Íslands.
Hjúskaparstaða: Ég er einhleypur eins og staðan er í dag!
Uppeldisfélag: Breiðablik.
Einnig leikið með: Var á láni hjá Leikni Reykjavík seinni hluta sumars 2013.
Af hverju FRAM: Einfaldlega vegna þess að mér fannst þetta vera rétt skref á knattspyrnuferli mínum. Fram á sér líka ríka sögu og spilaði það eitthvað inn í ákvörðun mína. Svo er auðvitað frábært fólk sem starfar í kringum liðið.
Titlar: Var hluti af hinum víðfræga ’95 árgangi hjá Breiðablik sem vann næstum því allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Aftur á móti í meistaraflokki var ég svo heppinn að vinna Lengjubikarinn, einnig með Breiðablik, á síðasta ári.
Landsleikir: 13 landsleikir með U17 og 10 leikir með U19.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Ég er alveg tómur.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: ASAP Rocky og Drake.
Besta platan: Bad Blood eða My Beautiful Dark Twisted Fantasy.
Besta bókin: Les ekki nema ég þurfi þess og þá eru það yfirleitt skólabækur.
Besta bíómyndin: Law Abiding Citizen eða The Departed.
Fyrirmynd í lífinu: Ætli það séu ekki bara foreldrar mínir.
Skemmtilegasta útlandið: Að fara til Bandaríkjanna klikkar seint en skemmtilegasta land sem ég hef komið til er ábyggilega Ísrael.
Uppáhaldsmatur: Indverskur kjúklingur er í miklu uppáhaldi.
Furðulegasti matur: Hef ekki hugmynd.
Hjátrú (tengd fótbolta): Ég hlusta alltaf á sama lagið rétt áður en ég mæti í leiki.
Undirbúningur fyrir leiki: Ég vakna snemma og fæ mér morgunmat. Síðan hendi ég stundum bíómynd í tækið og slaka á þannig. Svo legg ég mig yfirleitt eftir það og borða svo vel ca. 150 mín fyrir leik.
Kóngurinn í klefanum: Haukur Baldvinsson, þvílíkur maður sem það er.
Fyndni gaurinn í klefanum: King Gummi Steinn þegar hann biður mig um að loka king glugganum fyrir king liðið! KING!
Uppáhaldslið utan Íslands: Arsenal og Real Madrid.
Hver vinnur HM 2014: Ég vona að Frakkland vinni HM en innst inni held ég að Þjóðverjarnir taki þetta!
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Kristinn Jónsson og Philipp Lahm.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem mest, verja bikarinn, bæta árangur Fram í Pepsí á seinustu leiktíð og ná lengra en Breiðablik og FH í Evrópukeppninni!
Knattspyrnudeild FRAM