Nafn: Hörður Fannar Björgvinsson, markvörður.
Aldur: 16 ára.
Starf/nám: Nemandi í MS.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Uppeldisfélag: Hjartað mitt tilheyrir Álftanesi, en annars er það Stjarnan.
Einnig leikið með: Stjarnan, Fylkir og Álftanes.
Af hverju FRAM: Fannst þetta gott skref að fara í FRAM, frábær hópur að æfa með, góðir þjálfarar og hef fulla trú á þessum breytingum sem eru í gangi hérna.
Titlar: N1-móts meistari í B-liðum og bikarmeistari í 3. flokki.
Landsleikir: 10 Leikir með U17.
Önnur afrek á fótboltavellinum? Rosalegur markaskorari þrátt fyrir að vera markmaður.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Sigur Rós.
Besta platan: Núna er það Stromae – Racine Carrée.
Besta bókin: Máttur viljans.
Besta bíómyndin: V for Vendetta.
Fyrirmynd í lífinu: Gunnar Nelson.
Skemmtilegasta útlandið: US and A og Vestmannaeyjar.
Uppáhaldsmatur: Mömmumatur.
Furðulegasti matur: Ætli það sé ekki næstum glær paprika í Rússlandi.
Hjátrú (tengd fótbolta): Vil ekki spila í treyju nr. 1.
Undirbúningur fyrir leiki: Mikil tónlist, kannski 15-20 min lögn eftir skóla, ef þörf er á.
Kóngurinn í klefanum: Er það ekki Jarlinn sjálfur (Ósvald Jarl)?
Fyndni gaurinn í klefanum: EBÓ er sterkastur þarna finnst mér, alltaf fyndinn.
Uppáhaldslið utan Íslands: True red, Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Alltaf haldið með Þýskalandi, en vona að Belgía taki þetta núna.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: Manuel Neuer.
Markmið með FRAM árið 2014: Sanna það að þú þarft ekki 30+ ára lið til að spila í Pepsi-deildinni.
Knattspyrnudeild FRAM