fbpx
Stephen vefur

FRAM – Haukar 21 -18, öruggur sigur í kvöld.

Róbert ruddi gegn Stefán BStrákarnir okkar voru algjörlega frábærir í kvöld og fyrir ykkur FRAMarar sem ekki mættuð  í kvöld þá misstu þið af miklu, það var virkilega gaman að horfa á FRAM liðið spila í kvöld.  Ég er ekki frá því að ég hafi séð geðveikina sem ég óskaði eftir í síðasta pistli, þvílík barátta og vinnusemi.
Leikurinn í kvöld byrjaði vel og liðin skiptust á að skora en við heldur með frumkvæðið í leiknum en þegar síga tók á hálfleikinn þá tókum við völdin og létum þau aldrei af hendi. Staðan í hálfleik 12 – 9 og útlitið gott.
FRAM liðið byrjaði svo síðari hálfleikinn gríðarlega vel, vörnin var frábær og besta sóknarlið landsins komst ekkert áfram, þeim var hreinlega pakkað saman. Við bættum því við forskotið  og litum aldrei tilbaka.  Allir leikmenn FRAM lögðu í púkkið í kvöld og þá er ekki að sökum að spyrja, liðið landaði öruggum og sanngjörnum 3 marka sigri 21 -18.
Það verður að hrósa strákunum fyrir leikinn í kvöld sem var virkilega vel leikinn, vörnin var frábær, markvarslan var mjög góð og sóknarleikurinn almennt góður þar sem allir leikmenn voru virkir og lögðu allt í leikinn.  Gríðarlega sterkur sigur á heimavelli og sýnir strákunum að þeir geta unnið hvaða lið sem er, hvenær sem er.
Verð samt að lýsa eftir fólki í húsið, það voru ferlega fáir FRAMarar mættir í kvöld sem er synd því strákarnir okkar eru búnir að spila vel á heimavelli í allan vetur og eiga það hreinlega skilið að við styðjum betur við bakið á þeim. Nú breytum við þessu og fjölmennum á næsta leik.
FRAMarar við skuldum þeim það hreinlega.

Glæsilegur sigur í kvöld og njótið kvöldsins.

ÁFRAM FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email