fbpx
O

Leikmannakynning – Orri Gunnarsson

ONafn: Orri Gunnarsson
Aldur: 21

Starf/nám: Stuðningsfulltrúi í Laugarnesskóla.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: Engin, enda blár í gegn.
Af hverju FRAM: Kem úr mikilli Fram fjölskyldu, það má segja að það renni blátt blóð í æðum mér.
Titlar: Bikarmeistari 2013 og Reykjavíkurmeistari 2012 og 2014.
Landsleikir: Nei, það hafa verið fullt af skrítnum þjálfurum með þessi landslið J
Önnur afrek á fótboltavellinum? Var í landsliðinu á Shellmótinu í Eyjum og svo lenti ég í öðru sæti í knattþrautum á Essómótinu.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit:  Bítlarnir.
Besta platan: Nothing was the same með Drake.
Besta bókin: Pass
Besta bíómyndin: The Green Mile.
Fyrirmynd í lífinu: Michael Jordan.
Skemmtilegasta útlandið: Spánn.
Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggurinn á jólunum klikkar aldrei.
Furðulegasti matur: Hákarl, hef aldrei skilið það rugl.
Hjátrú (tengd fótbolta): Nei.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni alltaf að hafa sömu rútínu fyrir leiki. Hætta í vinnunni á hádegi, fá mér góðan hádegismat og svo lögn.
Kóngurinn í klefanum: Halldór Arnarsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnarsson og svo er Guðmundur Steinn að koma sterkur inn.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Brasilía.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: King Steven Gerrard.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem flestar mínútur og ná góðum árangri í deild, bikar og Evrópukeppni.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!