Nafn: Orri Gunnarsson
Aldur: 21
Starf/nám: Stuðningsfulltrúi í Laugarnesskóla.
Hjúskaparstaða: Einhleypur.
Uppeldisfélag: Fram.
Einnig leikið með: Engin, enda blár í gegn.
Af hverju FRAM: Kem úr mikilli Fram fjölskyldu, það má segja að það renni blátt blóð í æðum mér.
Titlar: Bikarmeistari 2013 og Reykjavíkurmeistari 2012 og 2014.
Landsleikir: Nei, það hafa verið fullt af skrítnum þjálfurum með þessi landslið J
Önnur afrek á fótboltavellinum? Var í landsliðinu á Shellmótinu í Eyjum og svo lenti ég í öðru sæti í knattþrautum á Essómótinu.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Bítlarnir.
Besta platan: Nothing was the same með Drake.
Besta bókin: Pass
Besta bíómyndin: The Green Mile.
Fyrirmynd í lífinu: Michael Jordan.
Skemmtilegasta útlandið: Spánn.
Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggurinn á jólunum klikkar aldrei.
Furðulegasti matur: Hákarl, hef aldrei skilið það rugl.
Hjátrú (tengd fótbolta): Nei.
Undirbúningur fyrir leiki: Reyni alltaf að hafa sömu rútínu fyrir leiki. Hætta í vinnunni á hádegi, fá mér góðan hádegismat og svo lögn.
Kóngurinn í klefanum: Halldór Arnarsson.
Fyndni gaurinn í klefanum: Halldór Arnarsson og svo er Guðmundur Steinn að koma sterkur inn.
Uppáhaldslið utan Íslands: Liverpool.
Hver vinnur HM 2014: Brasilía.
Fyrirmynd á fótboltavellinum: King Steven Gerrard.
Markmið með FRAM árið 2014: Spila sem flestar mínútur og ná góðum árangri í deild, bikar og Evrópukeppni.
Knattspyrnudeild FRAM