fbpx
Íris Björk Róbertsdóttir vefur

Leikmannakynning – Íris Björk Róberts

Íris Björk RóbertsdóttirNafn: Íris Björk Róberts
Aldur: 20+

Hjúskaparstaða: Er á föstu, með íbúð og eina hvíta girðingu.
Gælunafn: Hef lengi verið kölluð krakkinn og Íris Skywalker, er nú vonandi vaxin upp úr því
Staða á vellinum: Finnst best að lúra frammi, enda Fram-ari.
Fyrri lið: Breiðablik, Pateadores, Ashford Saints og Álftanes.
Besti samherjinn? Hundurinn minn, Princess Leia, hún vill alltaf að við séum saman.
Hver tekur mest í bekkpressu? Eva Rut, enda 60 kíló af hreinum vöðvum.
Mesti sprellarinn í liðinu? Það eru læti í Áslaugu Eik og Evu Rut, annars finnst mér við allar fyndnar.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Arnþór Ari er ansi myndarlegur.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Mig hefur alltaf langað að eiga afsteypu af andlitinu á Mjöll, fríð er hún.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Ég bíð spennt eftir sumrinu.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Þið þurfið bara að klifra yfir grindverkið í röðinni á B5 til að komast að því.
Lélegust i reitarbolta? Thelma Björk á allavega metið að vera lengst inní.
Leyndur hæfileiki? Ég er einstaklega góð í því að dansa og stundum syngja.
Sturluð staðreynd um þig? Ég á yfir 80 Star Wars kalla frá árunum 1977 til 2013, ennþá í kassanum.
Drottning klefans? Valdís María er með allt á hreinu, allan daginn, alltaf.

Knattspyrnudeild FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!