fbpx
O

Sannfærandi sigur á UMFA í Lengjubikarnum

OÞað var blautt í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar við FRAMarar fengum kjúklingana úr Mosfellsveit í heimsókn en leikið var í Lengjubikarnum.
Leikurinn í kvöld var ágætur, við miklu meira með boltann en áttum á köflum erfitt með að brjóta þykkan varnarmúr andstæðinganna á bak aftur.  Það var svo á 27 mín sem Einar Bjarni skoraði fyrsta og eina markið í hálfleiknum 1-0 Í hálfleik.
Seinni hálfleikur var varla byrjaður þegar Arnþór Ari tvöfaldaði forrustuna með góðu skalla marki og það var svo Ósvald Jarl sem setti þriðja marki þegar um 10 mín voru eftir af leiknum og úrslitin löngu ráðin. Það var svo fyrir okkar klaufaskap að UMFA náði að setja á okkur mark í sinni einu sókn í hálfleiknum, lokatölur í Úlfarsárdalnum  3 – 1.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email