Helgi Guðjónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FRAM. Helgi er uppalinn í FRAM þó drengurinn eigi heima í Borgarfirði en hann mætir á æfingar hér í bænum eftir því sem hann hefur tök á og hefur verið gríðarlega duglegur að sinna æfingum allt árið þrátt fyrir að þurfa að aka um 200 km á æfingar. Helgi er einn af okkar efnilegustu leikmönnum, leikur í stöðu framherja og hefur átt fast sæti í öllum yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum. Helgi mun núna í vetur færa sig um set og hefja nám í borginn og því verður auðveldara fyrir Helga að sinna æfingum af fullum krafti. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur FRAMara að hafa tryggt okkur krafta Helga næstu tvö árin hið minnsta og verður spennandi að fylgjast með honum vaxa á næstu árum.
Knattspyrnudeild FRAM