Meistaraflokkar okkar í handbolta munu báðir taka þátt í Deildarbikarkeppni HSÍ, FÍ bikarinn milli jóla og nýárs. Deildarbikarinn er mót fjögurra efstu liða Íslandsmótsins þegar mótinu lýkur fyrir jól. Stelpurnar okkar eru sem stendur í 4 sæti eftir 12 umferðir en ákveðið var að láta það duga til að mæla árangur þeirra liða sem komast í deildarbikarinn þetta árið. FRAM stelpur mun því mæta Gróttu í fyrsta leik mótisins, leikið er með útsláttarformi lið 1 og 4 mætast og lið 2 og 3. Liðin sem sigra sína leiki leika svo til úrslita.
Strákarnir okkar eru sem stendur í 3 sæti og mun því mæta Val í fyrstu umferð, allir leikir deildarbikarsins verða leiknir í íþróttahúsinu að Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin verða sunnudaginn 27. des. og úrslitaleikirnir mánudaginn 28. des. á sama stað.
Hér má sjá leikjadagskrá.
Grótta | Fram | sun.27.des.2015 | 12.00 | FÍ D.bikar kv | Strandgata |
Valur | Fram | sun.27.des.2015 | 14.00 | FÍ D.bikar ka | Strandgata |
Valur | ÍBV | sun.27.des.2015 | 16.00 | FÍ D.bikar kv | Strandgata |
Haukar | Afturelding | sun.27.des.2015 | 18.00 | FÍ D.bikar ka | Strandgata |
Úrslit | Úrslit | mán.28.des.2015 | 18.30 | FÍ D.bikar kv | Strandgata |
Úrslit | Úrslit | mán.28.des.2015 | 20.30 | FÍ D.bikar ka | Strandgata |
Við hvetjum FRAMarar til að mæta á þessa leiki og hvetja okkar flott íþróttafólk.
ÁFRAM FRAM