fbpx
FRAM - Valur DB vefur

Jafnt gegn Val í Lengjubikar karla

Valur - FRAM DbStrákarnir okkar í fótboltanum léku í kvöld sinn annan leik í Lengjubikarnum við nágranna okkar frá Hlíðarenda. Leikið var í Egilshöll. Það er flott á þessum árstíma að leika við Pepsí liðin og styrkir okkar bara í þessari baráttu sem framundan er.
Brynjar Kristmundsson var að leika sinn fyrsta mótsleik leik fyrir Fram og einnig voru menn að skoða Króata sem lék í vörninni í dag, Mate Paponja.
Þessi leikur var vægast sagt mjög kaflaskiptur. Við byrjuðum af krafti og menn komu mjög ákveðnir til leiks. Fyrstu 30 mín. voru það besta sem ég hef séð til liðsins á þessum vetrarmánuðum.
Ási og Óskar stilltu upp 3-5-2 sem þýða mikil hlaup og vinnsla. Gaman að sjá menn þora að  taka áhættur og  hafa gaman af hlutunum. Léttleikandi í liðinu og menn tilbúnir í slaginn.
Við  áttum tvö hættuleg færi á fyrstu 10 mín. leiksins, fyrst Kristófer Reyes með hörkuskot rétt yfir og svo Ingólfur Sigurðsson eftir snarpa sókn, en Ingó gerði allt rétt nema klára færið.
Ingólfur skoraði svo gott mark fyrir okkur úr aukaspyrnu eftir 20 mín. leik. Verðskulduð forrusta okkar manna.
Valsmenn jafna svo 10 mín. síðar gegn gangi leiksins með marki sem við eigum að gera mun betur í varnarlega. Þeir komast á milli bakvarða og hafsents, ná hættulegri þversendingu sem einhver rekur svo stórutánna í og jafnar. Ódýrt mark. Jafnt í háfleik 1-1.
Seinni hálfleikur var svo engan veginn nægjanlega góður af okkar hálfu. Ég veit ekki hvort við vorum að spila sama kerfi eða hvort við vorum með fjögurra manna varnarlínu. Mér fannst leikmenn ekki heldur vera með þetta á hreinu. Við vorum langt frá  mönnum og völduðum illa. Valsmenn fengu tíma á boltann og við vorum seinir og fyrirsjáanlegir.
Það var því sanngjarn þegar Valsmenn komast yfir um miðbik seinni hálfleiks með alveg eins marki og þeir skoruðu í fyrri hálfleik, ég hefði haldið að þetta væri sama markið en mundi þá að ég hafði fært mig á milli vallarhelminga. Við einfaldlega að teljum vitlaust í vörninni, andstæðingurinn nýtti það og gerði það oftar í leiknum. Eins verðum við að valda betur í föstum leikatriðum. Diddi bjargaði okkur í tvígang eftir að menn fengu frían skalla eftir hornspyrnur.
Við náðum þó aðeins áttum undir lokin og skoruðum gott mark þegar um 10 mín. voru eftir en það gerði Eyþór Helgi á laglegan hátt af miklu harðfylgi. Niðurstaðan 2-2, líklega sanngjarnt, ef að það er til í fótbolta.
Liðið: Sigurður Hrannar-Kristófer-Mate-Hilmar-Sigurpáll-Hlynur-Hafþór-Ingólfur-Brynjar K-Alexander-Indriði
Komu inná : Atli Fannar-Eyþór-Sigurður K-Brynjar B-Sigurður Þráinn-Ingiberg

Næst er það Huginn laugardaginn 5.mars. Sjáumst þá!

Fréttaritari FRAM

G.Hoddle

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!