fbpx
ragnheidur-gegn-grottu-vefur

Öruggur sigur í Olísdeild kvenna

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Selfoss í Olísdeildinni á Selfossi í kvöld. Það var ljómandi stemming á pöllunum, alltaf gaman að spila í þessum mikla handboltabæ.
Leikurinn var fjörugur strax í byrjun, bæði lið léku hraðan leik, keyrðu hraða miðju, hraðaupphlaupin og seinnibylgju eins og enginn væri morgundagurinn. Ótrúlega margar sóknir í byrjun leiks en líka mikið af mistökum en ljómandi skemmtilegur leikur. Staðan eftir 15 mín 7-10.
Leikurinn breyttist lítið það sem eftir lifði hálfleiks, liðin héldu áfram að spila hratt og flesta sóknir stuttar. Varnarleikur okkar ágætur á köflum og Guðrún var að taka sína bolta. Staðan í hálfleik 13-18.
Mér fannst við gera fullmikið af misstökum í þessum hálfleik, mikið að hálf vonlausum sendingum út og suður ásamt byrjenda misstökum.   Hefðum þurft að vanda okkur aðeins meira, við eigum að geta spilað svona hratt án þess að gera svona mikið að feilum.
Selfoss byrjaði síðar hálfleikinn í mjög framliggjandi vörn sem við leystum vel og gerðum auðveld mörk. Við héldum áfram að keyra en það dróg af Selfoss stelpum ásamt því að við stóðum vörnina betur. Staðan eftir 45 mín. 17-29. Við að spila vel.
Við kláruðum þennan leik á þessum kafla og Stefán fór að skipta inná.
Leikurinn fjaraði svo smátt og smátt út, fátt um hann að segja nema að Ragnheiður skoraði þegar hún vildi.  Lokatölur 23-34.
Fínn leikur hjá okkar stelpum, kraftur í stelpunum og þær virtust frískar á fótunum.  Varnarlega vorum við ágætar, sóknarlega mistækar en mikið af góðum mörkum.  Guðrún fín í markinu en Ragnheiður var að spila mjög vel og gerði ein fimmtán mörk að ég held. Flottur leikur og góður sigur á ungu og efnilegu liði Selfoss.
Næsti leikur er eftir rúma viku á heimavelli gegn ÍBV, sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email