fbpx
Lena gegn Fjölni vefur

Tvær frá FRAM í lokahóp Íslands fyrir HM U20

Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfarar U-20 ára landsliðs kvenna hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt á HM í Ungverjalandi í sumar.

Heimsmeistaramótið fer fram í Debrecan í austurhluta Ungverjalands í byrjun júlí. Stelpurnar okkar eru í riðli með Rússlandi, S-Kóreu, Slóveníu, Kína og Chile í mótinu. Fjögur efstu liðin í riðlinum komast í 16-liða úrslit.

Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvær stelpur í þessu lokahópi Íslands en þær sem voru valdar frá FRAM eru:

Heiðrún Dís Magnúsdóttir                            FRAM
Lena Margrét Valdimarsdóttir                     FRAM

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!