TM mótið í Vestmannaeyjum fór fram dagana 10-12 júní og sendi Fram þrjú lið úr 5. flokki kvenna. Gerðu öll liðin sér lítið fyrir og spiluðu úrslitaleiki. Fram 1 og Fram 2 léku gegn sterkum liðum Fylkis og ÍR þar sem niðurstaðan var 0-1 tap í báðum leikjum, gott silfur niðurstaðan. Fram 3 vann svo Gandíbikarinn með 2-1 sigri gegn Breiðabliki.
Katla Kristín Hrafnkelsdóttir var valin í Pressulið mótsins sem spilaði leik gegn Landsliði mótsins þar sem Pressuliðið bar sigur úr býtum. Mættu Fram stúlkur á völlinn og hvöttu hana til dáða.
Frábæru TM móti lokið og mega stúlkurnar vera stoltar af árangri sínum.
Sérstakar þakkir til þjálfara og aðstandenda við undirbúning mótsins.
Leikmenn Fram
Fram 1 : Anna Valentína Viðarsdóttir, Brynja Sif Gísladóttir, Ísabella Arna Brynjarsdóttir, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir, Katrín Silva Sveinsdóttir, Lilja Andradóttir, María Kristín Magnúsdóttir, Melkorka Kristinsdóttir, Thelma Hrönn Gísladóttir.
Fram 2 : Andrea Sveinsdóttir, Árný Svanhildur Starkaðardóttir, Birna Ósk Styrmisdóttir, Bjartey Hanna Gísladóttir, Eva Júlía Björgvinsdóttir, Íris Hrönn Janusdóttir, Ísabella Ósk Ólafsdóttir, Kamilla Björg Róbertsdóttir, Rebekka Ósk Elmarsdóttir
Fram 3 : Álfrún Ylfa Unnsteinsdóttir, Amelía Orka Garðarsdóttir, Ardís Unnur Kristjánsdóttir, Aþena Sól Ágústsdóttir, Birna María Eiríksdóttir, Elisa Ivy Björnsdóttir, Elma Stefanía Stefánsdóttir, Ísafold Ingibjörg Bjarnadóttir, Kamilla Antonía Guðmundsdóttir