Knattspyrnudeild Fram hefur samið við Anton Hrafn Hallgrímsson. Samningurinn er til tveggja ára eða út leiktímabilið 2023.
Anton Hrafn er uppalinn Framari fæddur árið 2002. Hann leikur yfirleitt í stöðu miðvarðar og hefur verið fyrirliði 2. flokks Fram á þessu leiktímabili.
Anton Hrafn lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram er hann kom inn á sem varamaður gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu árið 2020. Alls hefur hann komið við sögu í fjórum leikjum með meistaraflokki Fram.
Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við Anton Hrafn og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í Frambúningnum á komandi árum.