Knattspyrnudeild Fram hefur gert leikmannasamninga til tveggja ára við þá Mikael Trausta Viðarsson og Stefán Orra Hákonarson.
Mikael og Stefán eru báðir fæddir árið 2005 og leika með 3. og 2. flokki Fram. Þeir hafa undanfarin misseri reglulega átt sæti í úrtakshópum KSÍ og voru um miðjan júní valdir til æfinga með U16 ára landsliði Íslands sem kom saman til undirbúnings fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Noregi í ágúst.
Mikael og Stefán eru báðir efnilegir og fjölhæfir leikmenn sem knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við til framtíðar. Það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna í bláa búningnum á komandi árum.