Dagana 9. – 20. ágúst býður knattspyrnudeild Fram uppá knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið fyrir krakka á aldrinum 5 til 12 ára.
Knattspyrnuskóli FRAM – drengjaskóli og stúlknaskóli
Þjálfarar námskeiðsins verða leikmenn meistaraflokka Fram, karla og kvenna, ásamt yngri flokka þjálfurum. Þátttakendum verður skipt upp þannig að boðið er upp á sérstakan stúlknaskóla og drengjaskóla. Að auki verður þátttakendum skipt upp eftir aldri, reynslu og getu þannig að allir fái verkefni við hæfi.
Útilífsnámskeið knattspyrnudeildar FRAM
Knattspyrnudeild Fram býður uppá útilífsnámskeið þar sem áhersla er á útiveru, vettvangsferðir, leiki og fótbolta.
Um er að ræða eftirfarandi námskeið:
Námskeið 1. (9. – 13. ágúst) Útilífsnámskeið 9:00 – 12:00 Knattspyrnuskóli 13:00 – 16:00 | 9.000 krónur 9.000 krónur |
Námskeið 2. (16. – 20. ágúst) Útilífsnámskeið 9:00 – 12:00 Knattspyrnuskóli 13:00 – 16:00 | 9.000 krónur 9.000 krónur |
Verð fyrir knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið í eina viku er 16.000 krónur.
Verð fyrir knattspyrnuskóla í tvær vikur er 16.000 krónur.
Verð fyrir útilífsnámskeið í tvær vikur er 16.000 krónur.
Verð fyrir knattspyrnuskóla og útilífsnámskeið í tvær vikur er 30.000 krónur.
Skráning er hafin á www.sportabler.com/shop/fram/