fbpx
Uppskeruhátíð 2021

Uppskeruhátíð í fótboltanum á laugardag

Unglingaráð Knattspyrnudeildar Fram heldur uppskeruhátíð yngri flokka laugardaginn 18. september í Safamýri.

Uppskeruhátíðin verður tvískipt;

kl. 12:00 mæta iðkendur í 6., 7. og 8. flokki.

kl. 12:30 mæta iðkendur í 3., 4. og 5. flokki.

Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokki fá viðurkenningu. Eiríksbikarinn verður afhentur fyrir fyrirmyndar frammistöðu innan vallar sem utan ásamt því að nokkrir leikmenn 3. – 5. flokks verða verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu og framfarir. 

Að uppskeruhátíð lokinni verður boðið uppá pylsur og ís og á grasvellinum getur fjölskyldan skemmt sér í ýmsum knattþrautum. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum.

Kl. 14:00 hefst svo síðasti leikur meistaraflokks karla Fram í Lengjudeildinni gegn Aftureldingu þar sem Framarar fagna Lengjudeildarmeistaratitli. Við hvetjum því alla iðkendur og fjölskyldur þeirra til að mæta í bláu, fylla stúkuna og fagna frábærum árangri alla Framara þetta árið.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!