Sylvía er 22 ára hægri bakvörður sem er alin upp í Stjörnunni en lék síðustu tvö tímabil með annarsvegar Haukum í Lengjudeildinni 2022 og Tindastól í Pepsi Max deildinni 2021. Sylvía er áræðin, hröð og sterk og hefur spilað virkilega vel með liðinu í æfingaleikjum undanfarið. Hún semur til tveggja ára.
“Sylvía er leikmaður sem við Aníta þekkjum vel, þar sem við þjálfuðum hana bæði hjá Stjörnunni á sínum tíma og ég fékk hana svo til Tindastóls í efstu deild. Hún er sóknarsinnaður bakvörður sem hentar vel fyrir þann fótbolta sem við viljum spila og er frábær karakter, svo við teljum hana styrkja liðið umtalsvert bæði innan og utan vallar” sagði Óskar Smári, annar af þjálfurum liðsins.
Við bjóðum Sylvíu hjartanlega velkomna í dalinn!