fbpx
Lengjudeildin vs KR banner

FRAM-KR – lokaleikur Lengjudeildar

Síðasti leikur Lengjudeildarinnar þetta tímabilið er heimaleikur í Úlfarsárdal gegn KR, laugardaginn 9. september kl. 14:00.

Fyrir leik er uppskeruhátíð yngri flokka svo búast má við miklum fjölda og miklu fjöri, eins og á að vera í lokaleikjum. Að sjálfsögðu verður svo streymi fyrir þá sem ekki komast á völlinn. https://play.spiideo.com/…/3c6a2468-d197-4097-b2b6…

Leikurinn fer þó fram í skugga þess að leikmaður Einherja, Violeta Mitul, lést af slysförum aðfaranótt 4. september, aðeins 26 ára gömul. Leikurinn á laugardag verður tileinkaður minningu hennar og við sendum aðstandendum hennar og liðsfélögum okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Til að létta undir með fjölskyldu Violetu hefur Einherji stofnað söfnunarreikning. Leikmenn Fram og KR munu leggja inn samtals 80 þúsund kr. á þann sjóð og við vonumst til að stuðningsmenn hjálpi til við að létta undir með fjölskyldu og vinum sem eiga um sárt að binda á þessum sorgartímum. Við innganginn verður posi þar sem hægt er að greiða inn á reikninginn.

Söfnunarreikningur Einherja er hér:
Kt. 610678-0259
Rnr. 0178-05-000594

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!