Lokahóf knattspyrnudeildar Fram var haldið laugardagskvöldið 7. október í Úlfarsárdal. Þar mættu leikmenn og þjálfarar beggja meistaraflokka ásamt stjórn knattspyrnudeildar og sjálfboðaliðum og gerðu sér glaðan dag.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu leikmenn tímabilsins, efnilegustu og markahæstu.
Karlamegin var Guðmundur Magnússon markahæstur á tímabilinu með 9 mörk.
Fred Saraiva var valinn bestur og Breki Baldursson efnilegastur.
Kvennamegin var Breukelen Woodard markahæst með 11 mörk. Hún var jafnframt valin besti leikmaður tímabilsins og Jóhanna Melkorka Þórsdóttir þótti efnilegust.
Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju og þökkum leikmönnum, starfsfólki, andstæðingum, stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum félagsins fyrir tímabilið. Fótbolti er lífið.
Áfram FRAM!