fbpx
þórey vefur

Berglind, Lena og Þórey Rósa í A landslið kvenna.

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann sem mæta Lúxemborg og Færeyjum í undankeppni EM 2024. EM 2024 kvenna verður haldið í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi í lok næsta árs.

Stelpurnar okkar hefja undankeppni EM á heimaleik gegn Lúxemborg miðvikudaginn 11. október að Ásvöllum. Leikurinn hefst kl. 19:30 og frítt er inn í boði Boozt og leikurinn í beinni á RÚV.
Stelpurnar halda svo til Færeyja 14. október og leika þar ytra 15. október. Leikurinn í Færeyjum hefst kl. 15:00 og verður í beinni á RÚV.

Við FRAMarar eigum þrjá leikmenn í landsliðshópi Íslands að þessu sinni en þær sem voru valdar frá Fram að þessu sinni eru:

Berglind Þorsteinsdóttir                      Fram (10/5)
Lena Margrét Valdimarsdóttir            Fram  (5/3) 
Þórey Rósa Stefánsdóttir                    Fram (121/352)

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM ÍSLAND

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!