Embla er uppalinn Framari sem eyddi nokkrum árum í Víkinni en er núna snúin aftur heim. Embla er virkilega efnilegur markmaður, aðeins 17 ára (í dag!) og mikið fagnaðarefni að fá hana til liðs við meistaraflokk kvenna.
Óskar Smári, þjálfari meistaraflokks kvenna, var að vonum ánægður:
“Það eru frábærar fréttir að Embla gangi til liðs við Fram. Embla er uppalinn Framari sem þurfti á sínum tíma því miður að leita annað til að fá verkefni við hæfi. Við viljum að sjálfsögðu byggja upp kvennastarfið okkar á þeim uppöldu Frammörum sem eiga erindi til þess að spila fyrir félagið í framtíðinni og við sjáum það strax að Embla á góða möguleika á því að verða framtíðarmarkvörður meistaraflokks kvenna í Fram. Embla hefur góða hæð, er metnaðarfull og veit hvað þarf til, til þess að komast á þann stað sem við viljum sjá hana fara á í framtíðinni.”
Vertu velkomin í dal draumanna Embla og til hamingju með afmælið!