Það er óhætt að segja að það hafi verið kátt í höllinni þegar rúmlega 500 iðkendur úr 6.flokki stráka og stelpna úr fjölda liða af höfuðborgarsvæðinu mættu á jólamót Fram og KIA í Egilshöll, laugardaginn 2.desember.
Mótið heppnaðist frábærlega og var virkilega gaman að sjá fullt af geggjuðum fótboltaleikjum og glæsilegum tilþrífum frá öllum þessum flottu krökkum, sem voru sjálfum sér og sínum félögum sannarlega til mikils sóma.
Meistaraflokkar Fram sáu um dómgæsluna, sjoppan góða og samlokugrillið var á sínum stað og allir þáttakendur voru svo leystir út með sundpoka frá KIA með gjafabréfum frá Ísbúð Vesturbæjar og Olifa – la madre pizza og Panini fótboltaspjöldum.
Við viljum þakka KIA fyrir að hjálpa okkur við að halda mótið, félögum sem tóku þátt og þjálfurum þeirra, foreldrum og að sjálfsögðu iðkendum. Þetta var frábært og við getum varla beðið eftir næsta jólamóti.
Liðsmyndir og keppnismyndir má nálgast hér:
https://framphotos.pixieset.com/2023-jlamtframogkia/
toggipop