Nafn: Valdís María Einarsdóttir
Aldur: 28
Hjúskaparstaða: í sambúð
Gælunafn: MamaFram
Staða á vellinum: bakvörður utan vallar: liðstjóri
Fyrri lið: BÍ/Bolungarvík! Keflavík og FC Drulluflottar
Besti samherjinn? Áslaug goalí, þó að við höfum átt okkar moment, til dæmis glæsilegasta sjálfsmark sem ég hef skorað á ævinni en það var á innanhúsmóti BÍ í 4. Flokk, þar ég var að senda laflausa sendingu til baka á Slaugu mína en eitthvað vantaði upp á athyglina og boltinn lak inn.
Hver tekur mest í bekkpressu? Eina sem ég hef séð í bekkpressu er Hulda (Gyða Sól) svo ég segi hún
Mesti sprellarinn í liðinu? Hajrudin Čardaklija þegar hann byrjar að tala um B5
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Stuðningamenn okkar númer 1: Gaui og Rabbi – ekki hægt að gera upp á milli
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Þær…. við eru allar kynlíf á fótum eins og Hulda myndi orða það
Fyndnasta mómentið með hópnum? Teip, sundlaugarbakki, planki, tónlistarmyndband, Spánn 2012 – frekari orð eru óþörf en síðasta æfingarferð með þessum snaaargeggjaða frábæra hóp stendur uppúr og stefnan á aðra eins snilld sett eftir rúman mánuð.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Áslaug Inga og Kristjana
Lélegust i reitarbolta? ??
Leyndur hæfileiki? Ekkert leyndur en ég get hækkað róminn og yfirgnæft liðið í kringum mig ef liggur vel á mér t.d. í söng í rútuferðum, kalla á liðið inn á vellinum o.fl.
Sturluð staðreynd um þig? Ég er frá Ísafirði sem er ekkert sturlað nema kannski fyrir þá sem hafa aldrei farið út á land
Drottning(ar) klefans? Áslaug Eik og Eva, tvíeyki sem klikkar ekki í klefanum
Knattspyrnudeild FRAM