fbpx
Tinna Björk Birgisdóttir vefur

Leikmannakynning – Tinna Björk Birgisdóttir

Tinna Björk BirgisdóttirNafn: Tinna Björk Birgisdóttir
Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Af sumum tintin, annars bara Tinna.
Staða á vellinum: Varnarmaður.
Fyrri lið: Uppalin í Breiðablik.
Besti samherjinn? Verð að gefa gamla varnarteyminu mínu, Svövu Tyrfings það.
Hver tekur mest í bekkpressu? Er svo nýleg hér, ekki ennþá fengið að finna svitalyktina í lyftingarsalnum.
Mesti sprellarinn í liðinu? Held að Áslaug Eik og Eva Rut tróni þar, annars eru þetta allt stórskemmtilegar stelpur.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Hef ekki kynnt mér það nógu vel.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Allar undurfagrar þessar stelpur.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Það mun koma fljótlega.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Svar við þessari þarf að bíða.
Lélegust í reitarbolta? Thelma arfaslök.
Leyndur hæfileiki? Sönghæfileikar mínir, tæki mig innan við mínútu að tæma herbergi fullt af fólki.
Sturluð staðreynd um þig? Liggur við að í  hverjum mánuði missi ég eina tánögl eða fæ fjólubláa…enda fengið ófá hrós um fallegar tær.
Drottning klefans? Myndi skjóta á að Kristjana eða Áslaug Eik kæmu sterkar þar inn.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0