Nafn: Tinna Björk Birgisdóttir
Aldur: 19 ára
Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Af sumum tintin, annars bara Tinna.
Staða á vellinum: Varnarmaður.
Fyrri lið: Uppalin í Breiðablik.
Besti samherjinn? Verð að gefa gamla varnarteyminu mínu, Svövu Tyrfings það.
Hver tekur mest í bekkpressu? Er svo nýleg hér, ekki ennþá fengið að finna svitalyktina í lyftingarsalnum.
Mesti sprellarinn í liðinu? Held að Áslaug Eik og Eva Rut tróni þar, annars eru þetta allt stórskemmtilegar stelpur.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Hef ekki kynnt mér það nógu vel.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Allar undurfagrar þessar stelpur.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Það mun koma fljótlega.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”? Svar við þessari þarf að bíða.
Lélegust í reitarbolta? Thelma arfaslök.
Leyndur hæfileiki? Sönghæfileikar mínir, tæki mig innan við mínútu að tæma herbergi fullt af fólki.
Sturluð staðreynd um þig? Liggur við að í hverjum mánuði missi ég eina tánögl eða fæ fjólubláa…enda fengið ófá hrós um fallegar tær.
Drottning klefans? Myndi skjóta á að Kristjana eða Áslaug Eik kæmu sterkar þar inn.
Knattspyrnudeild FRAM