Laugardagskvöldið 22.mars ætla stuðningsmenn og leikmenn meistaraflokks Fram í knattspyrnu að koma saman í Safamýrinni og stilla saman strengi fyrir sumarið.
Leikmenn Fram eru að fara í æfingaferð til Spánar í lok mars til að búa sig sem best undir spennandi sumar sem er í vændum. Fjáröflun er á fullu og er þetta kvöld meðal annars einn liður í því.
Ef þú vilt styðja strákana og skemmta þér í hópi góðra félaga þá læturðu þennan viðburð ekki framhjá þér fara.
Miðaverð er kr. 1.500- og innifalið í því er burger og öl. Miðapantanir á dadi@fram.is og í síma 587-8800.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sér um pub-quiz og Einar Kárason segir sögur af sinni alkunnu snilld.
Síðast en ekki síst verður uppboð á treyju áritaðri af sjálfum Cristiano Ronaldo.
Sjáumst í Safamýrinni 22.mars!
Skyldumæting fyrir alla Framara.