Einar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands U-20 hefur valið 19 manna hóp fyrir undankeppni HM sem fer fram á Íslandi 18-20. mars. Það verða lið Ungverjalands, Austurríkis og Hvítarússlands sem koma hingað til lands og keppa við íslensku stelpurnar um eitt laust sæti á HM næsta sumar. Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga 3 fulltrúa í þessum 19 manna hópi sem mun æfa vel saman fram að móti. Þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Hafdís Lilja Torfadóttir FRAM
Hulda Dagsdóttir FRAM
Ragnheiður Júlíusdóttir FRAM
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM