fbpx
Páskanámskeið Fram

Páskanámskeið Fram

Knattspyrnudeild Fram verður með knattspyrnunámskeið á Framvellinum í Úlfarsárdal í Dymbilvikunni.

Námskeiðið verður þrjá morgna, dagana 29.-31. mars kl. 10:00-12:00.

Yfirþjálfari verður Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson þjálfari 6. flokks karla hjá Fram en hann er gríðarlega reyndur þjálfari og öllum Frömurum að góðu kunnur. Honum til aðstoðar við þjálfun á námskeiðinu verða leikmenn meistaraflokka Fram.

Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2009-2014. Skipt verður í hópa eftir kyni, aldri og getustigi þannig að allir fái verkefni við hæfi.

Námskeiðsgjaldið er kr. 5.900- og skráning er hafin á https://fram.felog.is/

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!