fbpx
IMG_1930

Sumarskóli FRAM Grafarholti og Úlfarsárdal og sumaræfingatímar í fótbolta

SUMARNÁMSKEIÐ FRAM 2021 Grafarholt og Úlfarsárdalur

Knattspyrnuskóli FRAM og Íþróttaskóli FRAM eru starfræktir í Úlfarsárdal í sumar. Þar býður félagið upp á öruggt umhverfi og góða aðstöðu í hjarta hverfisins. Námskeiðin fara fram í og við félagsheimli FRAM í Úlfarsárdal v/Dalskóla. Knattspyrnuskólinn verður starfræktur á æfingasvæði FRAM í Úlfarsárdal á sama svæði og íþróttaskólinn. Handboltanámskeiðið verður haldið í íþróttahúsi Ingunnarskóla.

ÍÞRÓTTASKÓLI  FRAM

Íþróttaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 5-10 ára sem hafa gaman af íþróttum og útivist.  Farið verður í fjölbreytta og skemmtilega leiki, hinar ýmsu íþróttagreinar kynntar og einnig verður farið í stuttar ferðir.  Skólinn verður rekinn samhliða knattspyrnuskólanum þannig að einstaklingar geta valið hvort þeir eru eingöngu í knattspyrnu eða vilja hafa mikla fjölbreytni.
Hvert námskeið stendur í 2 vikur frá kl. 09:00-16:00 alla virka daga.  Jafnframt er boðið upp á hálfsdagsnámskeið frá kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00. Hægt er að velja fyrir eða eftir hádegi,  einnig knattspyrnuskóla eftir hádegi og íþróttaskóla fyrir hádegi. Ekki verður boðið upp á heitan mat og þurfa börnin að koma með nesti. 
Boðið verður upp á gæslu í félagsheimili FRAM í Úlfarsárdal frá kl. 07:45-09:00 og kl. 16:00-16:30.

Námskeið 1.  10 -18. júní     09:00-16:00 (6 dagar)     
Námskeið 2.  21 – 02. Júlí    09:00-16:00  
Námskeið 3.  05 – 16. júlí     09:00-16:00
Námskeið 4.  19 – 23. júlí     09:00-16:00 (viku námskeið).

HANDBOLTASKÓLI FRAM

Handboltaskóli FRAM er fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.  Námskeiðið stendur í 1 viku, frá kl. 09:00-12:00 (börn fædd 2011-2014) og 13:00-16:00 (börn fædd 2007-2010) virka daga.  Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Ingunnarskóla. Kennarar eru íþróttamenntaðir og handboltaþjálfarar hjá FRAM.

Námskeið 1.   09 –  13. ágúst         13:00-16:00   (börn fædd 2011-2014).
Námskeið 2.   09 –  13. ágúst         09:00-12:00   (börn fædd 2007-2010).

KNATTSPYRNUSKÓLI FRAM

Knattspyrnuskóli FRAM er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 5-12 ára. Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig. Mikil áhersla er lögð á leikformið hjá yngstu þátttakendunum en meiri sérhæfing og tækni hjá þeim eldri.  Hvert námskeið stendur í 2 vikur, frá kl. 13:00-16:00 alla virka daga.
Boðið er upp á gæslu í félagsheimili FRAM í Úlfarsárdal frá kl.12:15 og er það  innifalið í gjaldinu. 

Námskeið 1.  10 -18. júní     13:00-16:00 (6 dagar)     
Námskeið 2.  21 – 02. Júlí    13:00-16:00  
Námskeið 3.  05 – 16. júlí     13:00-16:00
Námskeið 4.  19 – 23. júlí     13:00-16:00 (viku námskeið).

Skráning

Skráning hefst  11. maí og fer fram á heimasíðu FRAM www.fram.is.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler skráningarkerfi FRAM.
Fram | Shop (sportabler.com)

Námskeiðsgjald í knattspyrnuskóla og íþróttaskóla ½ dagur er kr. 11.500.-

Íþróttaskóli 09:00-16:00  kr. 22.000.-

Námskeiðsgjald í handboltaskóla er kr. 6500.-  (5 dagar).

Veittur er 10% systkinaafsláttur og einnig er veittur 10% afsláttur ef keypt eru fleiri en eitt námskeið. Innifalið í verði er: Gæsla, veisla í lok hvers námskeiðs og skemmtilegt námskeið unnið af fagfólki. 


Allar nánari upplýsingar um námskeið á vegum FRAM er hægt að fá í síma 587-8800 skrifstofa FRAM í Úlfarsárdal og 533-5600 skrifstofa FRAM í Safamýri milli kl 09:00 og 16:00 og í gegnum tölvupóst  toti@fram.is og dadi@fram.is

Í von um gott samstarf í sumar

Daði Guðmundsson íþróttafulltrúi FRAM  Grafarholti og Úlfarsárdal

Æfingatafla Grafarholt sumar 2021

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!