Miðvikudagskvöldið 16. júní verður haldið styrktarkvöld knattspyrnudeildar og stuðningsmanna FRAM.
Boðið verður upp á svokallaða “Bjórsinfóníu, bjór og leikar”. Tónleika þar sem sagnfræðingurinn Stefán Pálsson mun leiða okkur á léttum nótum og í leiðinni kynna fyrir okkur nokkrar forvitnilegar bjórtegundir af sinni alkunnu snilld.
Þar fá gestir að smakka á bjór frá hinum ýmsu stöðum, fræðast um uppruna, sérkenni og sérstöðu hvers bjórs fyrir sig.
Stefán er sérlega fróður um öl í allri sinni mynd og verður því spennandi sjá og smakka á því sem Stefán hefur upp á að bjóða. Aldrei að vita hvort einhverjar af þessu tegundum hafi tengingu við FRAM.
Allur ágóði styrktarkvöldsins rennur til knattspyrnudeildar FRAM svo okkur þætti vænt um að sem flestir gætu séð sér fært um að mæta því miðaverði hefur verið stillt mjög í hóf.
Miðaverð fyrir snarl og bjórskemmtun er aðeins kr. 6.500,-
Þeir sem eru ekki Framherjar og vilja skella sér á leikinn á undan fá miðann á leikinn á 1.000 (venjulegt verð 2.000).
Borðapantanir og forsala miða eru í síma 533-5600 kristinn@fram.is og dadi@fram.is
Athugið að ekki verður hægt að kaupa miða við innganginn því panta þarf öl og veitingar fyrirfram.
Panta þarf miða og greiða í síðasta lagi mánudaginn 14. júní
ÁFRAM FRAM