Arnór Daði Aðalsteinsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fram á þessu tímabili en hann er farinn aftur til náms í Bandaríkjunum. Hann stundar nám við Furman háskóla í Suður-Karólínu fylki og leikur með knattspyrnuliði skólans.
Fram þakkar Arnóri fyrir sitt frábæra framlag í sumar og við hlökkum til að fá hann tilbaka næsta sumar.