Flugeldasala FRAM hefur verið starfrækt í vel yfir 35 ár við góðan orðstír. Flugeldasalan er umfangsmesta fjáröflun handknattleiksdeildar FRAM og skiptir sköpum að hún gangi vel fyrir rekstur meistaraflokka FRAM.
Við viljum því minna á flugeldasölu FRAM nú um áramótin og hvetja alla FRAMara til að styðja félagið og kaupa flugeldana hjá FRAM.
Við höfum ávallt boðið upp á fjölbreytt vöruúrval og gott verð. Allar gerðir af rakettum, litlar og stórar tertur, blys, gos og knöll, þrjár stærðir af fjölskyldupokum og margt, margt fleira.
Salan fer fram íþróttahúsi FRAM í Safamýri og félagsheimili FRAM við nýja gervigrasið í Úlfarsárdal.
Handknattleiksdeild FRAM